- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Á miðvikudag var frumsýnd um allt land stuttmyndin Fáðu JÁ. Myndin fjallar um mörkin milli kynlífs og ofbeldis. Markmiðið með myndinni er að höfða til unglinga og skýra mörkin milli þessara tveggja þátta, vega upp á móti áhrifum kláms og klámvæðingar, brjóta ranghugmyndir á bak aftur og innræta sjálfsvirðingu í nánum samskiptum.
Nemendur í 9. og 10. bekk horfðu á myndina ásamt umsjónarkennurum sínum. Að sýningu lokinni var nemendum skipt í umræðuhópa eftir kynjum, farið var yfir ákveðin atriði í myndinni og þau rædd. Að lokum komu báðir hópar saman og ræddu niðurstöður sínar.
Hér er hlekkur á heimasíðu myndarinnar.