- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Þegar við héldum að vorið væri að koma ákvað veturinn að minna á sig. Staðan núna um 7 leytið er eftirfarandi:
Bárulundur - Gilsbakki - Möðruvellir - Fornhagi - Þelamerkurskóli (græn leið) - Verið er að moka Dalvíkurveginn en það mun taka töluverðan tíma. Skólabíl mun af þeim sökum seinka nokkuð og stefnt er að því að hann leggi af stað klukkan 9.00. Ef seinkunin verður meiri en það, mun bílstjóri láta foreldra vita.
Engimýri - Myrkárbakki - Langahlíð - Þelamerkurskóli (um Þelamerkurveg) (blá leið) - Betra veður í Öxnadal og Siggi fer af stað á réttum tíma. Hann verður í sambandi við sitt fólk ef einhver seinkun verður.
Lónsbakki - Pétursborg - Eyrarvík - Moldhaugar - Þelamerkurskóli (gul leið) -- Heldur áætlun. Óvíst er með færð í Skottinu en ef bílstjóri sér fram á seinkun eða ófærð þar, mun hann hafa samband við foreldra.