- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Sl. laugardag fór Óli kokkur á fræðslufund fyrir starfsmenn skólamötuneyta. Á fundinum var einnig stofnað félag þeirra sem starfa við skólamötuneyti.
Fræðslufundurinn var haldinn að Stórutjörnum. Borghildur Sigurbergsdóttir næringarráðgjafi og Anna Rósa Magnúsdóttir héldu fyrirlestra og Norðlenska og Ekran voru með kynningar á vörum sínum.
Stéttarfélagið Framsýn á Húsavík og Stórutjarnaskóli styrktu fundinn svo hann var þátttakendum að kostnaðarlausu.
Áður en fundarmenn héldu heim var stofnað félag þeirra sem starfa í skólamötuneytum. Áformað er að félagið haldi fræðsluþing einu sinni á ári.