- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Nemendur í 7. -10. bekk eru um þessar mundir að læra um Norður-Ameríku. Í þessari viku fengu nemendur það verkefni að velja sér einn áfangastað Icelandair til Bandaríkjanna og skipuleggja þangað tveggja vikna ferðalag. Gera þurfti kostnaðaráætlun, finna áhugaverða staði í borginni, skrifa stutt ágrip af sögu borgarinnar, finna fræga einstaklinga sem þar eru fæddir og uppaldir og ýmislegt fleira.
Eins og gefur að skilja voru nemendur sérstaklega áhugasamir enda skemmtilegt að fá að skipuleggja draumaferðina sína til borgar í Bandaríkjunum. Sumir fóru þá leið að halda kostnaði í lágmarki á meðan aðrir nýttu sér dýrustu fargjöldin, flottustu hótelin og ferðuðust milli staða í glæsibifreiðum.