- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Foreldrar fjölmenntu á fundinn í skólanum í kvöld og hlustuðu á Hjalta Jónsson sálfræðing við VMA segja frá starfi sínu þar og útskýra hugræna atferlismótun.
Eftir það fengu fundarmenn sér hressingu af miklu veisluborði sem að mestu var í umsjón foreldrafélagsins. Að því loknu héldu allir í bekkjarstofur barna sinna, kynntu sér námsefni vetrarins og ræddu í hópum um samstarf heimila og skóla.
Stjórn foreldrafélagsins og skólastjórnendur munu svo hittast fljótlega og fara yfir niðurstöður umræðnanna. Samantekt þeirra verður kynnt á aðalfundi foreldrafélagsins innan skamms.