- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Í útiskóla var í vikunni verið að vinna með snjóinn og snjókornin því þau eru svolítið eins og við: engin tvö eru eins. Snjórinn var nýttur eins og blað og nemendur mótuðu og máluðu snjókorn. Eftir það var farið í stóru brekkuna norðan við skólann þar sem þoturassarnir komu að góðum notum. Hlátrasköll, tónlist og rjóðar kinnar voru einkennismerki þess fjöruga hóps sem stundaði útinám þennan miðvikudag.