Fræsöfnunarferð hjá 5. - 6. bekk

5. - 6. bekkur í fræsöfnun
5. - 6. bekkur í fræsöfnun

5. og 6. bekkingar eru komnir í fræsöfnunarsamstarf við barnaskóla í Wales. Hafa þau í haust verið að safna fræjum til að senda til Wales og eiga von á að fá fræsendingu frá þeim til baka. Á myndunum sem fylgja hér á eftir sjást börnin vera að tína birkifræ og furu- og lerkiköngla. Eftir að inn í hús var komið, þá voru könglarnir settir í þurrkklefann í skólanum og síðan þurfti að hrista fræin úr þeim.