Frétt frá 1. og 2. bekk - Jólatré

Kátir jólakrakkar
Kátir jólakrakkar

Eftir morgunmat skunduðu fyrstu og annars bekkingar með Önnu Rós og Huldu upp í skóg að leita að fullkomnum jólatrjám. Við höfðum vasaljós þar sem enn var dimmt, snjóþotu til að bera stóra tréð og báðum síðan vindinn um að blása aðeins til að létta okkur förina uppeftir. Við leituðum um allan skóg, eða þar til við vorum komin upp að Álfahöllinni. Þá blasti við okkur stórt og fallegt tré. Börnin í öðrum bekk söguðu stóra tréð niður og settu á snjóþotuna og byrjuð að fikra sig niður brekkurnar. Fyrsti bekkur fór síðan og fann lítið og sætt tré til að hafa hjá Óla og Sillu í matsalnum. Þau báru það ein alla leið niður, enda full af krafti eftir morgunmatinn. Núna bíðum við spennt eftir því að dást að fallegu trjánum þegar verður búið að skreyta þau og dansa í kringum stóra tignanlega tréð sem eitt sinn átti heima upp í skógi.