Frétt frá 5. og 6. bekk

5.og 6.bekkur fór á þriðjudegi í náttúrufræðitíma upp í fjall og þar sáum við, fundum og prufuðum risastóra holu í jörðinni. Við gátum farið ofan í hana og þar var allt fullt af mold og rótum. Við tíndum laufblöð og rotnandi jurtaleifar sem við tókum með okkur í skólann til að skoða í víðsjánum. Við fundum líka og tókum með okkur sveppi sem við geymdum í náttúrufræðistofunni fram á næsta dag. Þegar við kíktum á þá daginn eftir þá litu þeir út eins og drulla svo þegar við vorum búin að skoða þá aðeins, þá hentum við þeim í moltutunnuna.

Á föstudagskvöldið var ball hjá okkur og 7. bekk milli 8 og 10 um kvöldið. Það var geðveikt gaman að hittast utan skóla svo við erum búin að plana að hittast aftur fljótlega og þá ætlum við að hafa sundlaugarpartý. Hér eru myndir frá ballinu.