Frétt frá 5. og 6. bekk - Sláturdagurinn mikli 11. október

Í dag gerðum við slátur. Það var rosa gaman. Við vorum mjög dugleg og unnum vel. Allir voru glaðir og skemmtu sér vel. Við gerðum bæði blóðmör og lifrarpylsu. Það var samt mjög skrítið að koma við þetta. Eldhúsið varð dálítið subbulegt eftir okkur og sumum varð smá óglatt. Sigga Hrefna og Helga kláruðu að þrífa fyrir okkur. Elli og Arna í 9. bekk komu og hjálpuðu okkur við að binda fyrir pokana.

Á eftir ætlum við út að taka sinuna frá berjarunnunum. Þetta verður góður dagur.

Hér og hér eru myndir frá sláturgerðinni.