- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Grænfánanefnd Þelamerkurskóla hefur undanfarnar vikur verið að vinna verkefni í námunni norðan við skólann eða Gullnámunni eins og verkefnið kallast. Stefnt er á að búa til útileiksvæði þar fyrir íbúa Hörgársveitar og almenning. Gullnáman býður upp á margs konar verkefni en við völdum þrjú raunhæfustu verkefnin sem gott væri að byrja á. Þau eru hjólabrettarampur, göngustígur og uppgræðsla. Nemendur í 7. og 8. bekk tóku verkefnin að sér sem þemaverkefni nú í maí. Nemendur skiptu sér í þrjá hópa og hver hópur fékk eitt verkefni og einn verkefnastjóra. Erfiðleikar áttu sér stað en alveg stranglega bannað var að gefast upp!
Uppgræðslu hópurinn fékk sendar ónýtar heyrúllur úr Mið-Samtúni. Þær voru notaðar á Græna blómadaginn og allur skólinn hjálpaði til við að dreifa þeim á víð og dreif í námunni til þess að búa skilyrði fyrir gróður.
Göngustígs hópurinn er búin að senda tölvupósta á Jonna húsvörð og Hákon garðyrkjufræðing. Hákon vinnur stundum fyrir Hörgársveit og hann er frá Garðar og Hönnun. Hákon gaf okkur mjög góðar leiðbeiningar hvernig hægt væri að búa til göngustíg. 7. og 8. bekkur fóru saman út í námuna og tóku nokkrar myndir af henni úr lofti með dróna sem einn nemandinn kom með.
Rampa hópurinn er búin að vera að vinna í því að laga hjólabrettarampinn sem nemendur smíðuðu í fyrra, með því að færa einn rampa helminginn nær hinum og skrúfa þá saman, þau sóttu fleiri plötur til þess að gera hann sterkari og jafnari. Þau fengu hjálp og leiðsögn frá Sindra smíðakennara.
Lára, Helena og Lilja
Verkefnastýrur Gullnámunnar