Frétt frá tæknitröllunum í 1. og 2. bekk

Nú er fyrsti og annar bekkur farinn að nota sér meir og meir spjaldtölvurnar eða pöddurnar eins og margir kalla þær. Við höfum farið rólega af stað með að vera með margar í einu. Við byrjum fyrst og fremst að læra umgangast þær og síðan í rólegheitum förum við að færa okkur upp á skaftið. Við erum búin að stofna twittersíðu. Hún heitir 1.-2. bekkur thelo Þar erum við aðeins farin að setja inn myndir og smáfréttir. Við erum ekki að setja inn nöfnin okkar eða myndir af okkur heldur meira svona almennt.

Einnig erum við að læra á forrit sem heitir Story creator. Það er bók sem við fyllum inn í með myndum, myndböndum og tali. Við höfum verið að vinna í henni þegar hinn helmingurinn af bekknum er í heimilisfræði.

Einnig tökum við reglulega veðrið og skráum það samviskusamlega niður í Veðurathugunarbókina okkar. Þar skrá nemendur dagsetningar, hitagráðurnar og almennt um veðrið eins og það er fyrir utan gluggann hjá okkur. Þetta færum við síðan inn í Veðurathugunarbókina okkar í spjaldtölvunni.

Einnig vorum við að vinna með nýju sniði með skjávarpann. Við vorum að vinna með snjókorn og þá drógum við nokkur upp eftir myndum sem við vörpuðum á töfluna. Settum bara blaðið undir .