- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Í hverri viku er einn námshópur skólans fréttahaukur vikunnar. Það þýðir að þá vikuna sendir námshópurinn a.m.k. tvær fréttir inn á heimasíðu skólans. Markmiðið er að auka fjölbreytni í fréttaflæðinu og að nemendur þjálfist í að koma auga á hvað þykir fréttnæmt og að segja frá því sem þeir eru að fást við hverju sinni.
Nú þegar hver námshópur hefur fengið úthlutað einum Ipad til afnota ætti verkefnið að vera þeim auðvelt. Spjaldtölvan nýtist sem myndavél og ritvél og úr þeim er auðvelt að deila verkefnum með öðrum.
Í yfirstandandi viku eru það nemendur 9. og 10. bekkjar sem senda fréttir og í næstu viku kemur fréttahaukurinn í hlut 1. og 2. bekkjar.