Fréttamaður Rúv í heimsókn

Útieldun 7. bekkjar
Útieldun 7. bekkjar

Eftir hádegið í gær heimsóttu starfsmenn Rúv skólann og fóru með Önnu Rós, Siggu iðjuþjálfa og nemendum 6. bekkjar ásamt nokkrum 7. bekkingum út á útiskólasvæði. Tilgangurinn var að taka myndir og viðtöl vegna útieldunarinnar. 

Heimilsfræði 7. bekkjar fer fram utandyra og vakti það áhuga fréttamannsins. Að þessu sinni voru nú flestir 7. bekkingarnir fjarri góðu gamni því þeir fóru flestir á Skólahreysti inni á Akureyri eftir hádegið í gær. 

Að sögn nemenda gekk upptakan og eldamennskan vel og von er á þessu fréttainnskoti á næstu dögum.