Fréttaskot frá 1. og 2. bekk

Það er alltaf líf og fjör í fyrsta og öðrum bekk. Það helsta sem er í fréttum hjá okkur er að við höfum nýlokið skíðanámskeiði sem allir tóku glaðir þátt í, vitanlega fengum við  frábært veður og vorum glöð og kát.  Við erum nýbúin að hitta skólahópinn okkar á Álfasteini. Við fórum til þeirra og lékum okkur með þeim inni og úti. Alltaf notarlegt að finna uppáhalds dótið sitt þar og hitta  gömlu kennarana okkar. Í gær fórum við síðan aftur í heimsókn á Álfastein þar sem þau buðu okkur á leiksýninguna Pétur og úlfurinn. Annars hlökkum við bara til að fara í páskafrí og erum á fullu að útbúa páskaskraut til að fara með heim og skreyta fyrir páskana.

Gleðilega páska