- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Hin árlega öskudagsgleði skólans var haldin í dag. Allir sem vildu gátu komið í búningum strax um morguninn. Hádegsverður, saltkjöt og baunir, var framreiddur kl. 12:00 og kl. 12:30 hófst gleðin fyrir alvöru með því að kötturinn var sleginn úr tunnunni og svo tók við söngvakeppni liða. Það voru níu lið sem sungu fyrir dómnefnd og áheyrendur. Í fyrsta sæti urðu Bleiki kjúklingurinn og föruneyti hans (nemendur 9.-10. bekkjar), í öðru sætu urðu Ping Pong (stúlkurnar í yngsta námshópnum) og því þriðja Regnbogarokk (stelpurnar í 5. bekk).
Deginum lauk með marseringu skólavina og balli. Myndir sem teknar voru í dag er hægt að nálgast með því að smella hérna.
Við tekur vetrarleyfi og skólahald hefst aftur samkvæmt stundaskrá mánudaginn 23. febrúar.