- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Síðustu tvær vikur er búið að vera mikið kinda stúss í sveitinni sem hefur haft áhrif á skólastarfið hér á Þelamörk. Göngur eru að mestu búnar alls staðar. Eftir göngur hafa lömb verið dæmd um alla sveit, þar sem lömb eru vigtuð og metin. Þá eru líflömb valin sem reynist alltaf erfitt hjá flestum því einhver lömb þarf að senda í sláturhús. Þann 1. október verður hrútasýningin í Garðshorni og nú fer sala að hefjast á vænlegum hrútum og búast má við harðri samkeppni um að ná bestu hrútunum. Þess má geta að annar höfundur þessarar fréttar (Auður) átti þyngsta hrút landsins 2015, hann Feng.
Auður og Margrét 9.bekk Þelamerkurskóla