- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Fyrsti til fjórði bekkur fóru á skíði í dag og fenguleiðsögn skíðakennara úr Hlíðarfjalli. Einn kennari fylgdi líka þeim sem fóru í lyfturnar og með hópnum og skíðakennaranum sem voru á töfrateppinu foru þrír foreldrar.
Allir hjálpuðust að við að koma krökkunum í og úr skíðabúnaðinum svo það yrði sem mest úr tímanum í fjallinu. Allt bendir til þess að það fækki í hópnum á töfrateppinu og fjölgi í hópnum sem fær leiðsögn í lyftunni. Svo verður fróðlegt að fylgjast með því hvor nokkur verði eftir á töfrateppinu þegar skíðadagur skólans verður miðvikudaginn 22. mars.
Hérna eru myndir sem teknar voru í fjallinu í dag. Á þeim sést að veðrið lék við okkur, eins og alltaf.
Svo er hérna fyrir neðan myndband af beinni útsendingu af Facebook.