- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Eins og áður hefur komið fram verður skólinn settur úti í Mörk, fimmtudaginn 20. ágúst kl. 16:00. Eftir stutta samveru þar fara nemendur með umsjónarkennara í heimastofur námshópanna. Daginn eftir, föstudaginn 21. ágúst, er viðtalsdagur skólans og umsjónarkennarar hafa þegar sent öllum forráðamönnum viðtalstímana í tölvupósti. Hér eru myndir sem teknar voru á skólasetningunni.
Mánudaginn 24. ágúst er helgaður fræðslu um gönguferðir og útivist. Kennarar fara yfir gönguleiðir göngudagsins með nemendum og síðan áformum við að fá til okkar einhverja reynda göngugarpa, leiðsögumenn og jafnvel einhverja frá Björgunarsveitinni Súlum til að segja okkur frá reynslu sinni og þekkingu á útivist og gönguferðum. Þessum kennsludegi lýkur k. 12:30 en þá fara skólabílar frá skólanum eftir að nemendur hafa borðað hádegismat.
Þriðjudaginn 25. ágúst er svo göngudagur skólans. Þá halda nemendur og starfsmenn í fimm mismunandi gönguferðir sem hæfa aldri og þroska nemenda.
Göngudagurinn telst langur dagur því skólabílar fara frá skólanum kl. 16:00. Áður en nemendur halda í gönguferðirnar fá þeir staðgóðan morgunmat í skólanum. Starfsfólk mötuneytis sér um að útbúa hlaðborð fyrir nemendur með smurðum tortillavefjum, brauðmeti, áleggi, kjúklingaleggjum, ávöxtum og drykkjum þar sem nemendur geta búið sér til nesti. Hægt verður að velja á milli safa eða kókómjólkur. Nemendur þurfa samt að hafa með sér nestisbox og vatnsbrúsa að heiman.
Þeir sem heldur vilja hafa með sér nesti að heiman geta gert það, en sælgæti, snakk og gos eru ekki leyfð í gönguferðunum.
Dagskrá þriðjudagsins er eftirfarandi:
5.-10. bekkur |
|
Klukkan |
Hvað |
8:20-9:15 |
Morgunmatur og nestisgerð |
9:30 |
Rútur fara frá skóla fyrir 7.-10. bekk 5.-6. bekkur leggja í ´ann frá skóla. |
14:30 |
Áformað að koma heim að skóla. |
14:30-16:00 |
Hressing, heitur pottur og sund í Jónasarlaug |
1.-4. bekkur |
|
Klukkan |
Hvað |
8:20-9:20 |
Með umsjónarkennara |
9:20-10:00 |
Nestisgerð og kl. 10 fer rúta frá skóla. |
14:00 |
Áformað að koma heim að skóla. |
14:00-16:00 |
Leikur, hressing, heitur pottur og sund í Jónasarlaug |
Við vonum að veðrið verði heppilegt til útivistar þennan dag. Þá er bara að muna:
með göngukveðjum úr skólanum,
Ingileif og Unnar