Gefstu aldrei upp!

Kristján Guðmundsson spilar á Fiskideginum mikla
Kristján Guðmundsson spilar á Fiskideginum mikla

Í fyrirlestrinum Gefstu aldrei upp! segir Dalvíkingurinn ungi Kristján Guðmundsson frá sögu sinni þegar að hann var nær dauða en lífi eftir að hafa lent í alvarlegu vinnuslysi við löndun í maí árið 2011. Kristján greinir ítarlega frá fyrsta degi slyssins, allt til dagsins í dag og hversu langt er hægt að komast á jákvæðninni einni. Átakanleg frásögn en jafnframt stútfull af húmor sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.

Foreldrar geta komið í skólann kl. 12:30 og fengið hádegisverð áður en erindið byrjar. Þeir sem það ætla að þiggja eru beðnir um að skrá sig á netfangið ingileif@thelamork.is í síðasta lagi þriðjudaginn 19. febrúar. Skráningunni er ætlað að auðvelda Óla kokki undidrbúninginn fyrir fjölgun í hádegisverð þennan dag. En þá er líka þorrablót nemenda 1.-6. bekkjar. 

Allir eru velkomnir á erindið sem byrjar kl. 13:00 og er til kl. 14:00. 

Hér eru myndir frá fyrirlestrinum