- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Í tímanum Hreyfing og heilsa hjá 7. og 8. bekk unnu nemendur að því að undirbúa matjurtargarð, en kennarar fengu þá hugmynd um daginn að fá nemendur með sér í lið við að búa til matjurtargarð við skólann og vinna með því að markmiðum er lúta meðal annars að sjálfbærni, hreyfingu, sköpun, samvinnu, verkfærni og heimilisfræði. Nemendur í öðrum bekkjum skólans munu svo halda áfram með verkefnið í næstu viku og er stefnt að því að allir nemendur komi á einhvern hátt að vinnu við ræktunina.