- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Gestirnir eru kennarar við kennaradeild Háskólans í Queensland í Ástralíu og hafa um árabil sérhæft sig í kennslu um sjálfbærni, umhverfismennt og útikennslu. Þær voru í heimsókn við Háskólann á Akureyri og var tengiliður þeirra þar Brynhildur Bjarnadóttir lektor við HA og fyrrverandi nemandi Þelamerkurskóla.
Gestirnir skoðuðu skólann undir leiðsögn systranna Kaju og Elínar Báru frá Ytri Bakka. Þær sýndu gestunum kennslustofur skólans, mötuneytið og bókasafnið. Þegar því var lokið kynntu skólastjórnendur útiskólann í Þelamerkurskóla ásamt því að Sigga iðjuþjálfi og Þorsteinn nemandi í 10. bekk kynntu fyrir þeim Votlendisverkefni Grænfánans. Heimsókninni lauk með gönguferð að útiskólasvæði skólans.
Kynningu Þorsteins og Siggu á Votlendisverkefninu er hægt að skoða með því að smella hérna og kynninguna á útiskólanum er hægt að skoða með því að smella hérna.