Gjafir og góðar óskir

Axel Grettisson formaður fræðslunefndar
Axel Grettisson formaður fræðslunefndar

Þelamerkurskóli á marga velunnara, meðal þeirra eru kvenfélögin í sveitarfélaginu.

Kvenfélagið Gleym mér ei sem starfaði í Glæsibæjarhreppi gaf skólanum veglega peningagjöf s.l. vor og fyrir þá upphæð var hægt að kaupa 15 spjaldtölvur til að nota í námi og kennslu. Á afmælishátíðinni í gær gátu nemendur og starfsmenn þakkað kvenfélagskonum formlega fyrir gjöfina. 

Í gær færði Kvenfélag Hörgdæla skólanum einnig peninga að gjöf. Þá gjöf á skólinn að nota til að endurnýja tækjakost í verkgreinastofunum. Fyrr á árinu hafði Kvenfélag Hörgdæla fært skólanum peninga til kaupa á kórbúningum. 

Formaður skólanefndar greindi frá því í gær að á komandi sumri verður ráðist í endurbætur á A álmu skólans sem er elsti hluti skólabygginarinnar. Fyrir hönd sveitarstjórnar færði hann skólanum nýja myndavél og gjafabréf í Spilavinum svo hægt sé að endurnýja spilaeign skólans. 

Nemendur og starfsfólk skólans þakkar gjafirnar og allar góðar óskir sem borist hafa á undanförnum dögum.