Glæsileg árshátíð

Nemendur þessara árganga hafa notað undanfarnar vikur til að undirbúa skemmtiatriði árshátíðarinnar. Þar kenndi ýmissa grasa, Skólagrín, TV-Þeló, söngur og hljóðfæraleikur og að lokum glæsileg uppfærsla 9. og 10. bekkjar á Konungi ljónanna. 

Að hátíðinni lokinni var boðið uppá dýrindis kaffihlaðborð og þegar foreldar og aðrir gestir voru farnir sá DJ Beggi Bess um að nemendur dönsuðu og síðan gistu nemendur í Hlíðarbæ. 

Í dag föstudaginn 18. mars hafa nemendur unglingadeildar notað morguninn til að taka saman í Hlíðarbæ, ganga frá leikmunum í skólanum, íþróttir og sund og heita pottinn í sólskininu í Jónasarlaug. 

Hérna eru myndir sem teknar voru á aðalæfingunni og hérna eru fleiri myndir.