Góð heimsókn frá lögreglunni

Áhugasamir 1. bekkingar
Áhugasamir 1. bekkingar

Lögreglumaðurinn Guðmundur Ragnar F. Vignisson sem er nýtekinn við starfi samfélagslögreglu í forvarnarmálum kom í heimsókn í alla bekki skólans í gær, mánudaginn 30. september. Tilefni heimsóknarinnar var að ræða við nemendur um mikilvægi bílbeltanotkunar og annarra öryggisatriða í bílum. Nemendur tóku afar vel á móti Guðmundi, voru dugleg að spyrja spurninga og segja ýmsar dæmisögur. Heimsóknin var hluti af því að fylgja bílbeltanotkun í skólabílunum eftir. Við vonum svo sannarlega að nemendur hafi tekið það til sín sem Guðmundur talaði um. Við höldum auðvitað áfram að fylgjast með bílbeltanotkun í skólabílnum og eigum eflaust eftir að hitta Guðmund aftur í vetur. Hérna eru nokkrar myndir frá heimsókninni.