- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Góðverkadagar hófust í byrjun þessarar viku um land allt undir yfirskriftinni „Góðverk dagsins“ Þessa viku eru landsmenn hvattir til athafna og umhugsunar um að láta gott af sér leiða, sýna náungakærleik, vináttu, hjálpa öðrum og gera góðverk.
Níundi og tíundi bekkur skólans gerðu góðverk í dag með því að baka muffins fyrir alla nemendur skólans og voru þær notaðar sem eftirréttur í hádeginu í dag. Kökurnar smökkuðust vel og allir voru ánægðir með góðverk elstu nemenda skólans.
Á næsta mánudag halda elstu nemendur skólans áfram að láta gott af sér leið í skólanum því þá ætla þeir að bjóða samnemendum sínum uppá skipulagða leiki í frímínútum.
Hér má sjá myndir frá kökubakstrinum.