- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Þelamerkurskóli tekur nú þátt í Góðverkavikunni. Hver námshópur nálgast verkefnið á mismunandi hátt. Fyrsti og annar bekkur vinnur með verkefnið í ritun sem fer fram í heimanámi og 7. og 8. bekkur halda góðgerðadagbók og skrá í hana eitt góðver á dag og kynna skráninguna svo hver fyrir öðrum.
5. og 6. bekkur hefur í mörgu að snúast þessa vikuna vegna þess að undirbúningur þorrablóts yngri nemenda hvílir að mestu leyti á þeim. Af þeim sökum hafa þau fært sína góðverkaviku fram í næstu viku með því að hafa vinaviku.