- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Á hverju ári fara allir nemendahóparnir í gönguferð í upphafi skólaársins. Í skólanum er til yfirlit yfir 10 gönguferðir og þegar nemandi hefur verið í Þelamerkurskóla í 10 ár hefur hann gengið fjórar gönguleiðir í Hörgársveit. Í ár gengu yngstu nemendurnir í landi Laugalands, niður að á, út að útiskólasvæði og niður í námurnar norðan við útiskólasvæðið. 3.-4. bekkur fór í fjöruna við Ós, 5.-6. bekkur gekk fram að Baugaseli, 7.-8. bekkur gekk upp Reistarárskarðið kíkti inní Mjóadal og elstu nemendur skólans gengu á Kötlufjall.
Á kennarafundi í dag var farið yfir allar ferðirnar, tímasetningar og annað skipulag. Þá var ákveðið að á næsta ári yrði þessi skóladagur lengdur svo göngumenn geti notið þess að baða sig og slaka á í Jónasarlaug að loknum gönguferðunum.
Myndir úr gönguferðunum koma inn á heimasíðu skólans á næstu dögum.