- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Fimmtudaginn 5. mars bauð 9. bekkur til skemmtunar og matarveislu í skólanum. Nemendum í 7.-10. bekk, foreldrum nemenda í 9. og 10. bekk, starfsfólki og mökum þeirra var boðið. Þetta var notaleg og skemmtileg stund og eins og alltaf skemmti fólk sér vel og naut þess að borða veislumatinn sem Óli kokkur eldaði fyrir okkur. 9. bekkingar buðu upp á leiki og skemmtiatriði og starsfólk skólans söng vísur um nemendur, þeim til mikillar ánægju! Takk fyrir okkur 9. bekkingar. Hér eru nokkrar myndir sem teknar voru þetta kvöld.