- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Í tilefni þess að Þelamerkurskóli fékk grænfánann í annað sinn var samverustund í skólanum mánudaginn 17. mars,
þar sem fulltrúi Landverndar kom og færði okkur nýjan fána. Samverustundin hófst á því að nýji grænfáninn var
dreginn að húni. Síðan var hænsnakofinn okkar vígður. Það voru hjónin Stefán Lárus Karlsson og Elisabeth J. Zitterbart frá
Ytri Bægisá 2 sem sem gáfu skólanum kofann. Við viljum nota þetta tækifæri og þakka þeim kærlega fyrir höfðinglega
gjöf. Nú þegar eru komnir 7 hænuungar í skólann og bíða þær spenntar eftir því að flytja í nýja
húsið sitt. Nemendur fengu að velja nafn á ungana og þeir heita: Sunneva, Ingileif, Linda, Anna Lovísa, Mosa, Hello Kitty og Stella. Samverustundinni lauk í
matsal skólans þar sem boðið var upp á súkkulaðikökur og tónlistaratriði.
Grænfáninn er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu
í skólum. Þelamerkurskóli flaggaði grænfánanum í fyrsta skipti í veturinn 2010.
Í umhverfisnefnd Þelamerkurskóla eru: Sigríður Guðmundsdóttir formaður, Unnar Eiríksson ritari, Sesselja Ingólfsdóttir fulltrúi starfsfólks, Sigríður Hrefna Jósefsdóttir fulltrúi foreldra og fulltrúar nemenda sem eru Birta 5. bekk, Anna Ágústa 6. bekk, Oddrún Inga 10. bekk, Bensi 9. bekk, Kristín Ellý 7. bekk, Bergvin 7. bekkur, Baldur 8. bekk, Jóhanna 2. bekk, Linda 3. bekk, Jónsteinn 4. bekk og Stefán 1. bekk.
Hér eru myndir frá þessum skemmtilega degi.