Grænfáninn - Úttekt frá Landvernd

Grænfáninn
Grænfáninn

Fulltrúi Landverndar, Gerður Magnúsdóttir kom í heimsókn í skólann þann 2. desember og var tilgangur heimsóknarinnar að taka út umhverfisstarf skólans. Þessi úttekt er gerð á tveggja ára fresti.  Heimsóknin hófst á því að Gerður fundaði með fulltrúum í umhverfisnefnd skólans.  Það er skemmst frá því að segja að börnin stóðu sig með mjög vel og fræddu fulltrúa Landverndar um allt það sem við höfum verið að gera og ætlum að gera á þessu skólaári.  

Úttektin leiddi í ljós að við erum að standa okkur vel í umhverfisstörfunum og annar grænfáninn er í höfn. Umhverfisnefndin fundar síðan í næstu viku þar sem við ætlum m.a. að undirbúa hvernig við viljum hafa hátíðarstundina þegar við flöggum fána númer tvö.  Viljum við nota þetta tækifæri og þakka öllum, bæði nemendum og starfsfólki skólans fyrir að standa með okkur í grænfánaverkefninu. 

Hluti af grænfánaverkefni skólans hefur verið að búa til moltu úr því sem til fellur í mötuneytinu. Verkefnið gengur mjög vel. Hér má sjá kynningu á moltugerð sem við gerðum fyrir nokkrum árum.