Haustið í útiskóla hjá 3.-4.b.

Haustið fer mildum höndum um okkur. Við erum búin að ganga um Mörkina og sýna fyrsta bekk útiskólasvæðið. Í síðustu viku tókum við höndum saman og tíndum heljarinnar ósköp af birkifræjum sem við ætlum að senda til Skógræktarfélagsins. Okkur fannst það mjög gaman og tóku nokkrir nemendur sig til og héldu áfram að tína í frímínútum dagana á eftir. Núna í vikunni vorum við að ‘’hamstra’’ fyrir veturinn, steinum, könglum, reyniberjum og laufblöðum. Það stendur til að búa til fuglamat fyrir svanga fugla í vetur. Eins fengum við að búa til neista og læra aðeins um aðferðir og ábyrgð við að gera bál. Við byrjum alltaf inni og fáum að vita verkefni dagsins og í þessari viku fengum við að skoða laufblöð og fræ á ljósaborði. Það var mjög spennandi.

Hér er tengill á myndasafn útiskólans.

Kveðja, 

3.-4. bekkur, Anna Rós og Kolla