Heimakstur kl. 11:30 í dag - Föstudaginn 15. nóv

Ákveðið hefur verið að senda skólabíla heim í dag kl. 11:30 áður en veður versnar og færð spillist. Appelsínugul viðvörun skellur á kl. 14. Nemendur verða búnir að borða hádegismat áður en þau fara í skólabílana. Skólinn verður opinn til kl. 13:10 ef einhver börn þurfa á því að halda en þá verða foreldrar/forráðamenn að sækja þau í skólann. Við biðjum ykkur um að láta vita ef börnin ykkar eiga ekki að fara í skólabílinn kl. 11:30. 

Frístund er opin til kl. 15:15 fyrir þau börn sem eru skráð en við mælum eindregið með því að foreldrar sæki börn sín áður en veðrið skellur á svo öll komist klakklaust heim. Veðurstofan hefur gefið út að varasamt sé að vera á ferðinni eftir kl. 14. Við ítrekum að það er ávallt mat foreldra hvort veðuraðstæður séu þess eðlis að æskilegt sé að senda barn í skólann. 

School buses will depart from school at 11:30 today due to bad weather and driving conditions. If parents choose to pick their child up from school at 13:10 we kindly ask you to contact the school. The Icelandic Met Office has sent out an active orange alert from 14:00 o’clock tomorrow, traveling may become hazardous.