- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Þriðjudaginn 28. maí 2024 fóru 3. og 4. bekkur í Þelamerkurskóla í skoðunarferð á Ós. Fyrir ferðina lásu nemendur bókina Blómin á þakinu og unnu ýmis verkefni sem tengjast umhverfi og gróðursetningu á plöntum og matjurtum. Sunna tók á móti krökkunum og sýndi þeim sumarblómin og grænmetið sem er ræktað og selt á Ósi. Nemendur fengu að skoða braggann sem er búið að breyta í vinnuaðstöðu fyrir ræktunina og kalt rými þar sem mold er blönduð og kartöfluútsæði geymt. Krakkarnir fengu að sjá sáningsvél sem er notuð einu sinni á ári til að sá gulrótarfræjum. Þau skoðuðu líka skítadreifara og akrana þar sem grænmetið er ræktað. Gaman var að sjá að dúkur var yfir stóru svæði á akrinum og voru nemendur forvitnir á að vita hvers vegna. Sunna sagði þeim að hann væri til að halda réttu hitastigi hjá grænmetinu. Því næst fengu krakkarnir að skoða gróðurhús með sjálfstýrðum vökvunarbúnaði. Ferðin endaði á því að allir fengu að leika sér úti, kíkja á hænurnar og smakka kryddjurtir og æt blóm áður en farið var aftur heim í skóla.
Fréttina skrifuðu krakkarnir sjálfir. Hérna eru myndir.