- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Í dag fimmtudag fengu nemendur í 1. og 2. bekk góða heimsókn. Það voru elstu börnin af leikskólanum Álfasteini sem komu ásamt kennara sínum. Kennslustofan og skólahúsnæðið var skoðað og unnin voru skemmtileg verkefni. Eftir það fóru allir út í frímínútur. Ekki var annað hægt að sjá en að vel hafi tekist til með heimsóknina. Það verður gaman að fá þessi duglegu og skemmtilegu börn í skólann næsta haust.
Fleiri myndir frá heimsókninni er inn á myndasíðu heimasíðunnar. (nemendur-myndir-2012-2013- Heimsókn frá Álfasteini)