Heimsókn í Hof menningarhús

5. og 6. bekkur skólans og umsjónarkennari þeirra fara í heimsókn inní Hof menningarhús á morgun. Þau leggja af stað strax eftir að þau hafa borðað morgunmat rúmlega kl. 8:30.

Starfsfólk Hofs taka á móti nemendum og sýna þeim húsið og segja frá því sem þar fer fram. Nemendur fá að sjá hvernig leikgervi verða til, hvað tæknin getur gert í leiksýningum og einnig fá nemendur hressingu og töframaður sýnir listir sínar.

Á heimleiðinni verður hægt að koma við á Glerártorgi og skoða sýninguna Mjólk í ýmsum myndum. En hún hefur verið sett upp í tilefni af 14. alþjóðalega skólamjólkurdegi Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Það eru Mjólkursamsalan og íslenskir kúabændur sem standa að sýningunni. Á henni eru verðlaunamyndir 4. bekkinga síðustu sex ára, þar sem þeir gera viðfangsefninu mjólk skil á frjóan og skemmtilegan hátt.

Mjólk í sinni vinsælustu mynd, ísköld með súkkulaðiköku, verður í boði fyrir gesti og gangandi.