Heimsóknardagurinn mikli

Merki Flóaskóla
Merki Flóaskóla

Í dag er mikill "heimsóknardagur" í skólanum.

Fyrst koma 14 kennarar úr Flóaskóla sem vilja kynnast starfinu. Þeir vilja heyra um framkvæmd Olweusáætlunarinnar og útiskólann. 4 nemendur úr unglingadeildinni verða leiðsögumenn þeirra um húsakynnin, skólastjórnendur kynna þeim starfið og svo kíkja þeir í skólastofur og rölta út í Mörk, útiskólasvæðið okkar. Hér getur þú skoðað kynninguna á Olweusáætluninni

Eftir það skoðar og fundar framkvæmdaráð skólamálanefndar KÍ í skólanum. Þau fá kynningu á útiskólanum og skoða húsakynnin og útiskólasvæðið. Hér getur þú skoðað kynninguna á útiskólanum. 

Inn á milli kemur svo ráðgjafi frá Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri til að skoða hvernig gengur að kenna samkvæmt Byrjendalæsinu. Ráðgjafinn ræðir við Jónínurnar, Dóru og Önnu Rós.