Helga Steingríms. og jól í skókassa

Eins og hefð er orðin fyrir tökum við í Þelamerkuskóla þátt í verkefni KFUM&K, Jól í skókassa, á hverju ári. Þetta er alþjóðlegt verkefni sem felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til þess að gleðja önnur börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir. Skókassarnir verða sendir til Úkraínu þar sem þeim verður meðal annars dreift á munaðarleysingjaheimili, barnaspítala og til barna einstæðra mæðra sem búa við sára fátækt. 

Okkur í Þelamerkuskóla er það dýrmætt að taka þátt í verkefninu í samstarfi við heimilin. Helga Steingrímsdóttir, aðstoðarmatráður, tók sig til og prjónaði 30 húfur til að gefa í verkefnið. Við þökkum henni kærlega fyrir hugulsemina og framtakið og hlökkum til að útbúa skókassana í næstu viku. Upplýsingar um skipulag koma á heimilin í dag, en eins og áður er þátttaka valkvæð.