Hlaupið tókst vel

Helgi Pétur fór 10 km
Helgi Pétur fór 10 km

Eins og vant er stóðu nemendur sig með stakri prýði í Norræna skólahlaupinu í morgun. Veðrið var milt en ýmist súld eða rigning. Það gerði lítið til því rúturnar ferjuðu nemendur aftur í skólann að loknu hlaupi og allir gátu farið í sund, heitan pott og sturtu í Jónasarlaug þegar þangað var komið. Eftir það var hádegismatur og síðan gátu nemendur látið líða úr sér með því að lesa í yndislestrarbókinni sinni. 

Það voru 72 nemendur sem fóru samtals 380 km. 

  • 23 nemendur fóru 2,5 km
  • 36 nemendur fóru 5 km
  • 13 nemendur fóru 10 km
  • Skólastjórinn fór 10 km
  • 3 kennarar fóru 2,5 km
Eftir hádegið var svo kennt samkvæmt stundaskrá. Hér eru nokkrar myndir frá hlaupinu. Fleiri myndir koma seinna.