- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Eins og vant er stóðu nemendur sig með stakri prýði í Norræna skólahlaupinu í morgun. Veðrið var milt en ýmist súld eða rigning. Það gerði lítið til því rúturnar ferjuðu nemendur aftur í skólann að loknu hlaupi og allir gátu farið í sund, heitan pott og sturtu í Jónasarlaug þegar þangað var komið. Eftir það var hádegismatur og síðan gátu nemendur látið líða úr sér með því að lesa í yndislestrarbókinni sinni.
Það voru 72 nemendur sem fóru samtals 380 km.