- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Áætlað er að vera með útivistardag vorannar miðvikudaginn 9. mars. Þessi dagur er skipulagður sem langur dagur. Nemendur mæta í skólann á venjulegum tíma og verða í hefðbundinni kennslu fram að hádegi. Lagt verður af stað upp í Hlíðarfjall kl. 11.30 og verða nemendur í fjallinu fram að heimferð sem er kl. 15.30. Hægt er að velja um að fara á skíði / bretti / gönguskíði / eða bara vera á tveimur jafnfljótum. Nemendur sem ætla að vera eftir í fjallinu þurfa að koma með miða um það að heiman.
Foreldrar athugið: Þeir nemendur sem þurfa að leigja sér skíði eða bretti eiga sjálfir að greiða fyrir leiguna, en ekki lyftugjald í fjallið. Þeir sem eiga árskort í fjallið eru vinsamlegast beðnir um að koma með þau með sér. Nemendur eru nestaðir frá skólanum og eiga ekki að koma með sjoppupeninga.
Fyrir þá sem þurfa að leigja skíði/bretti: Það er hægt að leigja skíði og bretti í Hlíðarfjalli og leigan kostar 2200 krónur. Skólinn mun sjá um að panta skíði/bretti fyrir þá sem vilja. Foreldrar hafa verið sendir heim slóð á pöntunarblað sem þeir þurfa að fylla út ef þeir vilja leigja skíðabúnað fyrir sitt barn. Ef barn þitt á árskort á að merkja við það á blaðinu Einnig er hægt að leigja skíði og bretti hjá Vidda í Skíðaþjónustunni. Þeir sem leigja skíðabúnað hjá Vidda þurfa að sjá um það sjálfir.
Ef veður verður leiðinlegt þennan dag og hætt verður við ferðina verður kennt samkvæmt stundatöflu og heimferð á venjulegum tíma. Klukkan sjö á miðvikudagsmorguninn verður tilkynnt á heimasíðu skólans hvort farið verður í fjallið eða ekki