- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Í morgunsárið héldu nemendur og kennarar þeirra í hlíðina ofan við skólann og kveiktu þar á útikertum. Nú sjást ljósin víða í sveitinni.
Allir stóðu sig vel í að fikra sig áfram í myrkrinu og einnig við að aðstoða skólavininn. 10. bekkingar lýstu upp leiðina og stóðu vörð við slóðina svo að allir skiluðu sér aftur heim í skóla. Þar biðu Óli og Silla í eldhúsinu með rjúkandi heitt kakó, kleinur, kringlur og ristað brauð.
Á þessari slóð er hægt að skoða myndir frá þessari mögnuðu ferð.