Hollt matarræði

Mikilvægt er að hugsa vel um mataræði sitt, passa að borða vel og passa hvað það er sem þú borðar. Ekki horfa allir eins á mataræði, þetta snýst ekki bara um að borða grænmeti og ávexti því ef þú gerir það þá færðu ekki næg vítamín. Flestir vita að mataræði nærir líkamann og án þess getum við ekki lifað. Öll næringarefni hafa sinn tilgang og ef eitthvert næringarefni skortir þá verðum við oftast vör við skortseinkenni. Meðal einkenna má nefna ertingu í húð, mjúkar neglur, hárlos, munnangur, verkir í maga, ristli, liðum  o.s.frv. Í versta falli leiðir skorturinn til sjúkdóms.

Afhverju velur fólk frekar næringarsnauðu og óhollu vörurnar?

  • Vegna bragðsins og þær eru margfalt ódýrari.
  • Sumar vörur eru að meira að segja blekkjandi, þær eru merktar „diet“ eða „low fat“, en hafa fullt að öðrum slæmum efnum sem eru enn verri fyrir líkamann.

Mataræði hefur ekki bara með líkamann að gera heldur heilann og hugsunina líka. Andleg líðan er jafntengd mataræði og líkamlegri  líðan. Rannsóknir hafa sýnt fram á samhengi milli mataræðis og t.d. hegðunarvandamála barna, þunglyndis, kvíða og skapsveifla eru oftar en ekki tengd næringarsnauðri fæðu og hreyfingarleysi.

Fjórir mikilvægustu þættirnir fyrir góða líðan eru svefn, hollt mataræði, hreyfing og æskileg vatnsdrykkja. Þetta hefur allt áhrif á það hvernig okkur líður.

Áhugi barna á hollu mataræði er oftast ekki mikill og börn byrja oft mjög ung að borða mikið af sætindum, jafnvel áður en þau fara að tala. Það er t.d. hægt að gera holla útgáfu af flestum uppáhaldsréttum barna, t.d. er hægt að fá uppskriftir af hollum hamborgurum, pítsum, hakki og spaghettí, litlum kjötbollum og margt fleira. Þetta er hægt að finna á netinu og í matreiðslubókum. Við hvetjum ykkur að reyna að útbúa eins holla máltíð og þið getið handa börnunum ykkar.                                                                                                                                                                     Hulda Kristín, Svandís Erla og Oddrún Inga nemendur í 9. bekk.