Hönd í hönd

Alþjóðlegi hamingjudagurinn er í dag en auk þess er evrópska mannréttindavikan þar sem margbreytileikanum er fagnað. Af þessu tilefni mynduðu nemendur og starfsfólk hjarta á fótboltavellinum undir formerkjunum "Hönd í hönd" sem er slagorð mannréttindavikunnar. Birgitta okkar á Möðruvöllum var svo yndisleg að koma til okkar með drónann og tók myndir.