- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Frá nemendum í umhverfisráði Þelamerkurskóla
Við nemendur í 1.-8. bekk erum búin að vera að plokka rusl síðustu daga á skólasvæðinu okkar á Þelamörkinni. Við fórum fyrir ofan þjóðveginn og náðum í kertadósir frá því í desember og týndum rusl á leiksvæðinu, meðfram girðingunni fyrir ofan og í kringum sparkvöllinn. Einnig sópuðum við stéttina í kringum leiksvæðið. Við plokkuðum líka í kringum íþróttahúsið. Þar fundum við svakalega mikið af nikotín púðum á jörðinni sem er alls ekki gott, það á að henda þeim í ruslatunnu en ekki á jörðina!!
Við viljum skora á alla eyfirska skóla að gera það sama og við gerðum og plokka rusl á sínu skólasvæði!
Þann 24. maí ætlum við svo að hafa grænan dag í skólanum þar sem við vinnum verkefni er tengjast umhverfinu. Við skorum á íbúa í Hörgársveit að plokka í sínu nærumhverfi þann dag!
Hér eru nokkrar myndir frá okkur