- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Fyrr í vetur sótti skólinn um styrk úr Lýðheilsusjóði. Styrkinn var áformað að nota til að festa dans-, jóga- og skíðakennslu í sessi í starfi skólans.
Þelamerkurskóli hefur sett sér slagorðið hreyfing er afþreying. Í því slagorði felst að kynna fyrir nemendum skólans sem flest tækifæri til hreyfingar svo að hreyfing geti orðið hluti af daglegu lífi nemenda nú sem til framtíðar. Stór hluti af afþreyingu barna og ungmenna nú á dögum er kyrrseta við tölvur og önnur raftæki.
Styrkurinn frá Lýðheilsusjóði verður nýttur til að auka fjölbreytni í framboði á hreyfingu í stundaskrá nemenda. Þannig tekst skólanum betur en áður að starfa undir merkjum heilsueflandi skóla.