Ipad í kennslu

Líkt og flestir vita fékk skólinn veglega gjöf frá kvenfélaginu Gleymérei í vor og hefur skólinn nú eignast 15 ipada. Í dag fékk 8. bekkur fræðslu um notkun þessa tækis eins sem farið var yfir umgengnisreglurnar. Við nýttum tímann í að læra á kynningarforritið Prezi. Allir nemendur útbjuggu kynningar sem voru oft nokkuð skrautlegar. Allir skemmtu sér vel og voru mjög áhugasamir. Hér má sjá myndir sem teknar voru í tímanum.