- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Í dag, miðvikudaginn 13. janúar, byrjaði jógakennsla í skólanum. Nemendur 1.-7. bekkjar fara í jóga í stað danstímanna sem voru hjá Ingu Möggu á haustönninni.
Jógakennarinn heitir Gerður Ósk Hjaltadóttir og hefur áður kennt krökkunum okkar jóga í smiðjum. Það var ekki annað að heyra á henni og nemendum eftir daginn í dag en að kennslan hafi gengið vel.
Áformað er að jógakennslan verði í boði alla vorönnina.