Jól í skókassa

Eins og hefð er fyrir í Þelamerkurskóla tóku nemendur þátt í verkefninu Jól í skókassa. Jól í skókassa er verkefni á vegum KFUM&KFUK sem gengur út á að fá fólk til að útbúa jólagjöf handa barni í Úkraínu, en þar glíma margir við sára fátækt, alltof mörg börn búa á munaðarleysingjaheimilum og búa þar við döpur kjör. Skólavinir pökkuðu saman inn jólapökkum og fylltu þá með fatnaði, snyrtivörum, ritföngum, leikföngum og nammi. Stemmingin var falleg og góð og nemendur unnu mjög vel saman.

Myndir