Jólaföndrið

Jólaföndur skólans verður haldið föstudaginn 6. desember kl. 14:30-17:00. Föndurdagurinn byrjar að venju á að við syngjum saman nokkur jólalög niðri í tónmenntastofu undir stjórn Siggu Huldu tónmenntakennara. 

Boðið verður uppá föndur á fjórum stöðum í skólanum, í heimilisfræðistofunni, tveimur kennslustofum og smíðastofunni. Í ár verður innheimt ein upphæð af öllum sem koma í föndrið. Allir borga 500 kr. fyrir að föndra að vild. 

Frá klukkan 15:00 er hægt að kaupa heitt kakó með rjóma, vöfflur, kleinur og smákökur í mötuneytinu. Sjálfboðaliðar úr hópi nemenda í 7. – 10. bekk sjá um þessa sölu ásamt starfsfólki mötuneytis. Allur ágóði af kakósölunni rennur til uppbyggingar á félagsaðstöðu nemenda. Fullorðnir og börn á grunnskólaaldri greiða 400 kr. fyrir kakó og meðlæti. Frítt er fyrir börn á leikskólaaldri.

Frá klukkan 15:15 verða sjálfboðaliðar úr röðum 7.-10. bekkjar líka með barnagæslu (4 ára til 9 ára) (kubbar, spil og bækur) á bókasafninu og ganginum þar fyrir framan. 

Þennan dag færist heimakstur nemenda til klukkan 17:00. 

Hlökkum til að sjá sem flesta á föndurdegi skólans. Hér er foreldrabréf vegna dagsins sem verður sent heim til foreldra í tölvupósti á næsta föstudag.