Jólaföndrið nálgast

Útismiðjuhópurinn eftir skógarferðina.
Útismiðjuhópurinn eftir skógarferðina.

Undirbúningur fyrir jólaföndusdag Þelamerkurskóla er hafinn. Til dæmis fórum nemendur útismiðjunnar út í skóg á síðasta þriðjudag og náðu í greinar sem á að nota í föndrinu í smíðastofunni. Það verður spennandi að sjá hvað verður búið til úr þessum greinum.

Við þurfum að biðja nemendur okkar og foreldra þeirra um að safna  klósettrúllum, niðursuðudósum og glerkrukkum (litlum og meðalstórum) fyrir föndurdaginn. Nemendur geta komið þetta í skólann í næstu viku. Umsjónarkennarar taka við því sem safnast.

Hlökkum til að sjá sem flesta á föndurdeginum.